Við fögnum
með stæl!

Við náðum sögulegum áfanga í ár: Rio Tinto er 150 ára! Starfsemi álhóps Atlantshafsrekstrarsviðsins nær frá Kitimat í Bresku-Kólumbíu og Strathcona í Alberta til Voreppe í Frakklandi, Saguenay–Lac-Saint-Jean og Montreal í Quebec, auk ISAL á Íslandi.

Við megum vera mjög stolt af okkar sögu, sögu ykkar. Í dag ber metnaður okkar og forysta í álframleiðslu á heimsvísu vitni um það hugrekki og þann dugnað sem þið og fyrri kynslóðir hafa sýnt. Sérþekking ykkar sem starfsfólks, sem og einurð ykkar, gerir okkur kleift að draga úr losun kolefnis í framleiðslu okkar, og vísar veg til framtíðar þar sem við hyggjumst starfa með samfélögum okkur, frumbyggjum, viðskiptavinum, birgjum og samstarfsaðilum á öllum sviðum.

Eftir öll þessi ár höldum við áfram að þróast saman, með það að markmiði að finna betri leiðir, með því að sýna góðmennsku, hugrekki og forvitni. Við horfum til framtíðar.

Hluti af 150 ára afmæli Rio Tinto er að hleypa af stokkunum sérstakri samkeppni meðal álhóps Atlantshafsrekstarsviðsins: Ég býð þér að taka þátt í þessari sögulegu samkeppni sem mun gera þér kleift að fræðast betur um fyrirtækið og sögu okkar á heimsvísu.

SAMKEPPNI

Samkeppni: Uppgötvaðu þitt
Rio Tinto á heimsvísu... í London!

Hvernig líst þér á það tækifæri að verða einn af sendiherrum Rio Tinto í vikulangri ferð* til London með ferðafélaga að eigin vali**?

Við viljum bjóða níu starfsmönnum innan okkar fyrirtækjaeiningar tækifæri til að fræðast betur um Rio Tinto, kynnast höfuðstöðvum okkar og heimsækja borg þar sem sagan er við hvert fótmál. Raunar var það 29. mars árið 1873 sem Rio Tinto Company var skráð í London af hópi kaupsýslumanna eftir kaup á Rio Tinto námunum á Spáni.

Meðan á ferðinni stendur verða samskiptaverkefni og deiling þekkingar innan ramma starfsins skipulögð, til viðbótar við heimsóknir með leiðsögumönnum þar sem sagt verður frá sögu Rio Tinto, afþreyingu og fleira.

Eftir það munu fimm starfsmenn í Quebec (Saguenay-Lac-Saint-Jean, Montreal), tveir í Bresku-Kólumbíu og Alberta, einn í Frakklandi og einn á Íslandi ferðast til London árið 2024.

Sem sendiherrar álhóps Atlantshafsrekstrarsviðsins deila vinningshafar sinni reynslu og lærdómi með viðtölum sem verða sýnd vinnufélögum þeirra og samfélaginu fyrir, eftir og meðan á ferðinni stendur.

*Áætlað virði 12.000 kanadískir dalir Kostnaðurinn við ferðafélagann jafngildir skattskyldum ágóða fyrir u.þ.b. 4500 kanadíska dollara.

**Einstaklingurinn sem þú velur má vera maki, vinur, ættingi eða samstarfsmaður. Lágmarksaldur er 18 ár.

Hverjir geta tekið þátt?

Kjörgengt starfsfólk:

  • Þarf að vera fastráðið hjá Rio Tinto og heyra undir álhópinn á Atlantshafsrekstrarsviði eða vera hluti af hóp sem þjónar þessari fyrirtækjaeiningu beint og fyrst og fremst.
  • Verður að hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu þegar vinnuferðin hefst (apríl 2024).
  • Verður að vera „virkt í starfi“ þegar keppnin fer fram og vinnuferðin stendur yfir – þ.e. ekki sest í helgan stein, í langtímaleyfi eða í foreldraorlofi.
  • Verður að geta ferðast með flugi og ferðast til annars lands.

Hvernig á að taka þátt?

Keppnin fer fram í þremur hlutum þar sem 180 manns komast í undanúrslit, 90 komast í úrslit og níu (9) sigurvegarar standa uppi – valdir með slembiútdrætti á öllum stigum.

Á fyrsta stiginu verður þú að svara 10 fjölvalsspurningum um Rio Tinto. Þú þarft ekki að ná öllum svörunum rétt til að komast í útdráttinn: Það er nóg að taka þátt!

Skilafrestur: 30. apríl 2023

Til að taka þátt ferðu á vefsvæðið 150riotinto.com.

Á öðru og þriðja stigi munum við spyrja spurningar um gildin okkar og nýtt markmið okkar. Allar upplýsingar er að finna í reglum keppninnar.

Meiri upplýsingar

Á vefsvæðinu 150riotinto.com finnurðu algengar spurningar og svör sem og reglur keppninnar. Þar færðu svör við öllum spurningum varðandi samkeppnina og ferðina.