ALGENGAR SPURNINGAR

Uppgötvaðu alþjóðlega Rio Tinto…in London keppnina þína!

Atlantic Operations, Aluminum Group

Með því að taka við þessum verðlaunum samþykkir þú að:

 • Vera sendiherra Rio Tinto fyrir þitt svæði á vinnuferðalagi:
  • Fara að breskum lögum og reglum, auk þess að koma ávallt fram fyrir hönd fyrirtækisins með reisn og hollustu.
  • Taka þátt í viðburðum á staðnum sem Rio Tinto skipuleggur.
  • Að segja frá upplifun þinni með því að taka þátt í viðtölum fyrir, eftir og meðan á ferðinni stendur, bæði til gagns fyrir vinnufélaga okkar og samfélagið.
  • Samþykkja að láta taka kvikmyndir og myndir af þér fyrir, eftir og meðan á ferðinni stendur og að nota megi þessar myndir bæði með innri og ytri starfsemi að augnamiði.
 • Eiga vegabréf sem gildir í a.m.k. átta (8) mánuði frá byrjun apríl 2024 (dagurinn sem það rennur út verður að vera fyrir desember 2024). Það sama á við um manneskjuna sem fylgir þér.
 • Fara að gildandi heilbrigðisreglum á ferðalaginu, að meðtöldum reglum þíns ríkis og reglum Bretlands um bólusetningu gegn COVID-19.

 

 

 1. Hvaða reglur gilda um þátttöku?

Gjaldgengt starfsfólk skal:

 • Vera fastráðið hjá Rio Tinto og heyra undir álhópinn á Atlantshafsrekstrarsviði eða vera hluti af hóp sem þjónar þessari fyrirtækjaeiningu beint eða óbeint.
 • Hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu þegar vinnuferðin hefst (apríl 2024).
 • Vera „virk(ur) í starfi“ þegar keppnin fer fram og vinnuferðin stendur yfir – þ.e. ekki sest(ur) í helgan stein, í langtímaleyfi eða í foreldraorlofi.
 • Geta ferðast með flugi og ferðast til annars lands.

 

 1. Hvað verða margir sigurvegarar?

Útdrátturinn verður úr starfsmannahópi álhópsins á Atlantshafsrekstrarsviði. Alls standa níu (9) starfsmenn uppi sem sigurvegarar og hafa tækifæri til að taka einhvern með sér. Sigurvegurum verður skipt niður á svæði, samkvæmt stærð hópsins.

 • Kanada – Quebec (fyrir utan CRDA): 5 sigurvegarar
 • Kanada – Breska-Kólumbía og Alberta: 2 sigurvegarar
 • Frakkland – ATS (CRDA þar á meðal): 1 sigurvegari
 • Ísland – ÍSAL: 1 sigurvegari

 

 1. Hvernig er valferlið? Hverjir eru mínir möguleikar á að vinna?

Keppnin fer fram í þremur hlutum þar sem 180 manns komast í undanúrslit, 90 komast í úrslit og níu (9) sigurvegarar standa uppi – valdir með slembiútdrætti á öllum stigum. Útdráttur þátttakenda fer fram í lok júní. Ef þú kemst í undanúrslit hefur þú möguleikann 1 á móti 20 á að vinna og 1 á móti 10 ef þú kemst í úrslit.

 

 1. hluti: Þú verður að svara 10 fjölvalsspurningum um Rio Tinto. Þú þarft ekki að ná öllum svörunum rétt til að komast í útdráttinn: Það er nóg að taka þátt!

 

 1. hluti: Ef þú ert ein(n) af 180 keppendum í undanúrslitum verður þú beðin(n) um að svara eftirfarandi spurningu í örfáum orðum eða setningum: Gildi fyrirtækisins okkar eru umhyggja, hugrekki og framsækni. Hvernig gerir þú eitt af gildunum okkar að þínu eigin í þínu starfi? Mundu: Þetta er ekki ritunarsamkeppni, það er þátttakan sem skiptir máli. Þú verður að samþykkja að svari þínu megi dreifa nafnlaust opinberlega, í heilu lagi eða að hluta til.

 

 1. hluti: Ef þú ert ein(n) af 90 keppendum í úrslitum verður þú beðin(n) um að svara eftirfarandi spurningu í örfáum orðum eða setningum: Nýtt markmið fyrirtækisins er að: „Finna betri leiðir til að útvega þau hráefni sem veröldin þarfnast.“ Hvernig áskorun skapar markmið okkar fyrir þig í daglegu lífi varðandi framtíð áls? Mundu: Þetta er ekki ritunarsamkeppni, það er þátttakan sem skiptir máli. Þú verður að samþykkja að svari þínu megi dreifa nafnlaust opinberlega, í heilu lagi eða að hluta til.
 2. Hvenær verður vinnuferðin og hvað er hún löng?

Ferðin er áformuð í mars/apríl 2024, eftir skólafrí sem er oft á þessum tíma í Kanada. Enn á eftir að ákveða nákvæmar dagsetningar. Heildarlengd ferðarinnar er sjö (7) dagar, að meðtöldum ferðatíma.

 

 1. Hvert er aðalmarkmiðið með þessari vinnuferð? Af hverju London?

Markmið ferðarinnar er að læra meira um Rio Tinto, heimsækja aðalskrifstofuna og einnig að skoða staði sem hafa mikla sögulega þýðingu fyrir byrjun fyrirtækisins. Aðalskrifstofa Rio Tinto er í London. Sem sendiherrar frá sínu svæði deila vinningshafar sinni reynslu og lærdómi með vinnufélögunum sínum og samfélaginu fyrir, eftir og meðan á ferðinni stendur.

 

Það var 29. mars árið 1873 sem Rio Tinto Company var skráð í London af hópi kaupsýslumanna undir forystu Hughs Matheson – skosks bankastjóra í London. Matheson var meðal þekktustu manna í fjármálahverfinu í London.

 

 1. Hvernig er ferðaáætlunin? Höfum við einhvern lausan tíma?

Á vinnutíma verða samskiptaverkefni og deiling þekkingar innan ramma starfsins skipulögð, til viðbótar við heimsóknir með leiðsögumönnum þar sem sagt verður frá sögu okkar og fleira. Já, þið fáið lausan tíma utan vinnutíma til að slaka á eða skoða borgina eins og þið viljið.

 

 1. Ég tala ekki ensku, get ég samt tekið þátt?

Alveg pottþétt. Við viljum tryggja að allt okkar starfsfólk geti tekið þátt, alveg sama hver vinnuorðaforðinn er eða hvernig enskukunnáttan er. Við sjáum fyrir þýðingu á staðnum (enska, franska og íslenska) til að tryggja að þú skiljir og getir tjáð þig án vandkvæða í hópastarfi. Hins vegar getum við ekki ábyrgst þýðingu í frítímanum.

 

 1. Ég hef áhuga á vinnuferðinni en verð ég aufúsugestur á skrifstofunni í London? Ætti ég að undirbúa spurningar?

Meðlimir framkvæmdastjórnarinnar hafa verið látnir vita af ferðinni og allir vinningshafar verða velkomnir. Allt starfsfólk fær tækifæri til að læra meira um það hvernig framkvæmdastjórnin virkar og auka við þekkingu sína á fyrirtækinu.

 

Haft verður samband við sigurvegarana nokkrum vikum fyrir brottför til að undirbúa ferðina og svara spurningum eða áhyggjuefnum.

 

 1. Þarf ég að nota frídagana mína í þessa ferð?

Nei, litið verður á fimm virka daga ferðarinnar sem venjulega vinnudaga. Sigurvegararnir fá sín venjulegu laun greidd. Þetta er frumkvæði frá stjórninni til að bjóða upp á tækifæri fyrir vöxt og deilingu, einkum þar sem þú verður í hlutverki sendiherra fyrir þitt svæði.

 

 1. Hver má koma með mér?

Þú getur sjálf(ur) valið ferðafélaga, t.d. maka, vin, vinnufélaga eða fjölskyldumeðlim. Þó skal taka það fram að lágmarksaldur er 18 ár. Þar að auki verður viðkomandi að hafa gilt vegabréf og geta ferðast með flugi og ferðast til annars lands.

 

 1. Get ég tekið annan Rio Tinto-starfsmann með mér?

Já. Hins vegar þarf viðkomandi leyfi frá sínum yfirmanni þar sem það verður að skipuleggja orlof til að taka þátt.

 

 1. Hvert er gildi þessarar vinnuferðar? Er þetta skattskyldur ágóði?

Öll níu (9) verðlaunin eru u.þ.b. 12.000 kanadískra dollara virði. Þar sem þetta er vinnuferð þar sem þú starfar sem sendiherra þíns svæðis fyrir, eftir og meðan á ferðinni stendur er þetta ekki frádráttarbær upphæð fyrir vinningshafa.

 

Hins vegar, samkvæmt þeim skattalögum sem tengjast hverjum vinningshafa, er litið á kostnað ferðarinnar fyrir fylgdarmanneskjuna sem skattskyldan ágóða og því er þeirri upphæð bætt við árlega innkomu vinningshafans. Þetta jafngildir skattskyldum ágóða fyrir u.þ.b. 4500 kanadíska dollara.

 

Það er líka mögulegt að ferðast ein(n), ef fólk vill það heldur, og þá er enginn skattskyldur ágóði.

 

 1. Þarf ég leyfi frá yfirmanni mínum til að taka þátt í þessari vinnuferð?

Já, en allt verður gert til að vinningshafar geti tekið þátt í ferðinni.

 

 1. Þarf ég að gera eitthvað í sambandi við skipulagningu eða pantanir?

Eins mikið og mögulegt er verður innifalið í ferðinni: Séð verður um allar pantanir (flugferð, flutningur, gisting og máltíðir) fyrir þig. Þar að auki erum við að vinna að því í samstarfi við virta ferðaskrifstofu að skipuleggja söguheimsóknir til staða sem tengjast starfsemi okkar. Það eina sem ekki er skipulagt eru persónulegar ferðir utan vinnutíma.

 

 1. Get ég framlengt dvölina og notað frítíma minn?

Já, með leyfi frá yfirmanni og á eigin kostnað. Framlengda dvöl verður að skipuleggja áður en flugmiðarnir eru pantaðir. Manneskjan sem þú tekur með þér verður að snúa til baka um leið og vinningshafinn.

 

 1. Hvaða kostnað greiðir Rio Tinto og hvað er ekki innifalið?

Rio Tinto borgar fyrir flutning (flugfar, leigubíla o.þ.h.), gistingu, hópastarfið og máltíðir, samkvæmt kostnaðaráætlun. Verslun og viðfangsefni í lausum tíma er á kostnað starfsfólks. Starfsfólk verður einnig að greiða aukagjöld vegna farangurs, ef við á.

 

 1. Hvað geri ég ef ég er ekki með Rio Tinto-greiðslukort? Eða Rio Tinto-farsíma?

Haft verður samband við vinningshafa til að athuga með þarfir þeirra. Við sjáum um greiðslur á ferðalaginu og notkun farsíma verður ekki fyrirstaða.

 

 1. Þarf ég vegabréfsáritun? Ferðatryggingu?

Vegabréfsáritunar er ekki krafist fyrir svona ferð til Bretlands fyrir fólk með kanadískan, franskan eða íslenskan ríkisborgararétt. Hvað varðar ferðatryggingu þá fellur starfsfólk sjálfkrafa undir tryggingar Rio Tinto fyrir persónuleg eða viðskiptaleg ferðalög, að meðtöldum mökum og börnum eldri en 18 ára, skráðum sem nemendur í fullu námi.  Manneskjan sem fer með þér gæti þurft sína eigin tryggingu.

 

 1. Hvað gerist ef ég vinn en get ekki farið, einhvera hluta vegna?

Við bjóðum öðrum starfsmanni sem var í úrslitum að fara í ferðina. Það verða ekki neinar fjárhagslegar skaðabætur, alveg sama hver ástæðan er fyrir afturköllun þinni.